Jæja, nú eru Rakel og Sigga farnar til Köbenhavn, eru sennilega að lenda núna. Þetta er búin að vera strembin vika hjá þeim vinkonum. Vinkona þeirra missti eins árs gamalt barn sitt um síðustu helgi og það fékk mjög á þær stöllur eins og gefur að skilja. Síðan eru búin að vera alveg fáránlega mikil veikindi heima fyrir og rauninni allt í steik. Það er vonandi að þær nái að slaka vel á og gleymi öllum þeim leiðindum sem eru hér heima í þessu skammdegi dauðans. Annars held ég að nú taki við betri tíð með blóm á snaga. Það hlýtur bara að vera, það eru búin að vera svo mikil leiðindi það sem af er þessu ári að það tekur engu tali. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott sagði Fjölnir sem var einu sinni með Möndu Marín, og ekki er hann nú alvitlaus heimspekingurinn sá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli