"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
mánudagur, janúar 31, 2005
En það þýðir svo sem ekkert að vera að væla yfir smá veikindum, það er bara hallærislegt. Þess vegna ætla ég að taka upp léttara hjal hér á blogginu og hætta öllu væli. Elías stórvinur minn og kunningi til marga ára var til dæmis ekkert með neitt væl um helgina. Hann skellti sér með konuna á Hótel Selfoss á laugardaginn, þar sem þau skötuhjú ætluðu að stunda jógaæfingar og andlega íhugun til þess að byggja sig upp fyrir átök komandi viku. Þau fóru síðan að ég best veit að borða á Stokkseyri frekar en Eyrarbakka um kveldið og voru ekki með neitt væl enda engir vælukjóar þar á ferðinni skal ég segja ykkur. Þetta fólk kallar sko ekki allt ömmu sína. Eftir matinn skellti Elli sér síðan í sundskýluna og fór með matargesti í göngutúr um Stokkseyrarfjöru þó svo að úti væri 5 stiga frost og 13 m. á sekúndu. Flestir stöldruðu þó ekki lengi við í fjörunni svona fáklæddir og höfðu sig á brott hið snarhasta eftir stutta viðdvöl. Elli aftur á móti sprangaði fjöruna á enda, enda vel varinn fyrir kulda og trekki, selspikaður og loðinn sem mammút drengurinn sá. Birna aftur á móti lét ekki hafa sig út í neina vitleysu, teygaði frekar Egils Kristal með röri inni í hlýjunni og hló að vitleysunni í Elíasi enda var hann draugfullur sem endranær.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli