Sósi lenti heldur betur í því síðastliðna helgi. Kallinn skellti sér í sinn fyrsta vélsleðatúr sem endaði með ósköpum eins og ferðir Sósa vilja svo oft gera. Sósi keyrði á barð á sleðanum og hentist eina 23 metra (sem er víst nýtt met). Upp úr þessu hafði Sósi 6 brotin rifbein og samfallið lunga auk annarra smærri áverka sem ekki tekur nokkur tali að nefna. Þannig að nú liggur aumingja Sósi á Lannsanum og getur sig hvergi hreyft og æmtir og skræmtir við minnstu hreyfingu. Sósi er þakklátur öllum þeim sem lagt hafa leið sína til þess að heimsækja goðið og þeir hafa verið ófáir. Hér hefur verið mikið glens og gaman og alls ekkert leiðinlegt að liggja hér á lansanaum, enda fádæma gott starfsfólk hér að sinna Sósa.
Nú er mér orðið svo illt í bakinu að mér finnst mál að linni, kem með nánari upplýsingar af slysförum mínum seinna auk mynda af þyrlunni með Sósa inn í og ýmislegt annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli