miðvikudagur, janúar 11, 2006


Ekki fyrir alls löngu flutti ungur drengur að nafni Davíð Magnússon til útlanda ásamt börnum og buru. Ekkert hefur spurst til þessa unga pilts í all langan tíma og voru menn farnir að hafa af því áhyggju að hann gengi ekki lengur beinn þegar það snjóar. En nú hefur Sósi ásamt hinni alræmdu blaðamannasveit sinni komist á snoðir um afdrif Dabba. Davíð virðist samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa komið sér vel fyrir í Kanada og líkar vistin þar vel. Hann er meira að segja komin með sitt eigið herbergi þar sem hann getur dundað sér fjarri skarkala heimilisins og sinnt öllum sínum tómstundum óáreittur. "Hann innréttaði þetta alveg sjálfur" sagði Gudda eiginkona Dabba er hún var innt eftir smekklega stílfærðu herberginu.

Engin ummæli: