miðvikudagur, janúar 11, 2006


Nú hefur Sósi legið í sukki og svínaríi yfir jól og áramót og ekkert látið frá sér heyra. Sósi er því komin með gríðarlega feitt samviskubit yfir þessari löngu þögn og hefur því ákveðið að koma sér í gírinn á ný. Margt dreif á daga Sósa yfir hátíðarnar og mun það verða tíundað á næstu dögum. Eitt af því sem Sósi bjástraði við yfir hátíðarnar var að setja í framleiðslu nærfatnað sem lengi hefur staðið til að setja í framleiðslu. Þeir sem hafa áhuga á að eignast slíka flík eru beðnir um að setja sig í samband við Sibbu Sím í Síma 5553145 en hún hefur veg og vanda af framleiðslunni.

Engin ummæli: