þriðjudagur, desember 13, 2005

Kalli og Elsa komin á klakann!

Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá er því hér með komið á framfæri að Elsa og Kalli eru flutt heim til Íslands eftir langvarandi útlegð í landi gnógta og allsnægta henni Ameríku. Þau hafa lítið breyst og hafa haldið í þær útlínur sem þau tóku með sér vestur hér um árið og þykir það talsvert afrek ef tekið er mark á þeim sem til þekkja. Elsa er enn við sama heygarshornið og teymir Kalla áfram á asnaeyrunum sem aldrei fyrr. Til þeirra hjónakorna sást niður við tjörnina í Reykjavík í gær þar sem Elsa teymdi Kalla áfram á neðanbeltiskonfektinu einu saman og virtist á svipnum á Kalla að dæma að honum væri ekki skemmt. Er Sósi náði tali af Kalla í síma skömmu síðar hafði hann þetta um málið að segja. "Hún er náttúrulega rug
luð hún Elsa, hún vildi láta með eftirminnilegum hætti íslenskan lýð vita að hún væri komin til byggða og það kom engin önnur leið til greina en að gera það á rottunni, og kemur það fáum á óvart er til hennar þekkja. Við hér á Sósi.is bjóðum Elsu og Kalla velkomin á klakann og óskum þeim alls hins besta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei - Sósi!

Það þýðir ekkert að þykjast vera dauður úr öllum æðum. Við vitum betur.

http://siggiatla.blogspot.com/2006/01/svo-sa.html