Svenni og Gurrý endurnýja heitin!
Svenni og Gurrý vinafólk Sósa og Lommu tóku þá afdrifaríku ákvörðun á dögunum að láta pússa sig saman á ný og staðfesta heitin sem þau gáfu hvort öðru fyrir aldarfjórðungi eða svo. Svenni tók ekki annað í mál en að vera með haglarann við athöfnina enda hann hátt skrifaður hjá málaranum, skör hærra en kerlinginn. Gurrý brást hin versta við þessari vitleysu í karlálftinni og hótaði honum öllu illu ef hann léti ekki af þessari vitleysu. Það var ekki neinu tauti komið við kauða og því ákvað Gurrý að mæta með riffilinn hans pabba síns og sjá þannig við karlinum. Þessi mynd var tekin við þetta hátíðlega tækifæri og ekki annað að sjá en að Gurrý sé ánægð með ráðahaginn og riffilinn, en ef ráðið er í svipinn á Svenna er það deginum ljósara að hann hefur þurft að lúta í gras fyrir kellu enn einu sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli