mánudagur, febrúar 20, 2006

FRISSI HÆTTUR AÐ HIRÐA SIG!

Sósi og spúsa hans til margra ára Lomma Lokkafagra gerðu sér ferð í Garðabæin í vikunni til þess að taka hús á foreldrum Lommunar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en hitt er þó hægt að færa til bókar að Frissi sonur Asks og Emblu (sem eru hundar) hefur látið verulega á sjá frá því í síðustu heimsókn. "Hann er bara hættur að hirða sig og það er engu tauti við hann komið lengur" sagði húsfreyjan í Blikanesinu er Sósa og Lommu varð starsýnt á kvikindið.

Engin ummæli: