mánudagur, febrúar 20, 2006

FUGLAFLENSUKSKÍTURINN ER KOMIN Á KLAKANN!

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að heljarinnar flensa herjar nú á fiðurfénað víða um heim. Þessi flensuskítur hefur þann eiginleika að leggjast á menn, og ef það gerist er sá hinn sami óðara kominn undir græna torfu. Allir eru því orðnir skíthræddir við flensuóværuna og óttast að henni kunni að slá niður hérlendis. Sósi fór því með kíki í eftirlitsferð upp í Öskjuhlíð til þess að skimast um eftir flensunni, og viti menn fugl með flensu flaug fram hjá haukfránum augum Sósu um stundarfjórðungi eftir að Sósi hafði komið upp eftirlitsbúnaðinum. Stefndi óværan inn að tjörninnni í miðbæ Reykjavíkur og má því búast við að fólk eigi eftir að verða vart við flensaðar endur á tjörninni næstu daga. Sósi sjálfur hefur þó öngvar áhyggjur af flensunni enda borðar Sósi skyr og tekur lýsi á hverjum einasta degi og þarf því ekkert að óttast.

Engin ummæli: