fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Fyrsta Sósa bókin að koma út!

Sósi hefur haft fregnir af því að Edda Útgáfa hf. ætli sér að gefa út smásagnasafn upp úr ævintýrum Sósa í gegnum tíðina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er fyrsta Sósabókin farin í prentun og er von á henni í búðir nú fyrir jólin. Sósi misnotaði eiginkonu sína til þess að komast yfir kafla úr bókinu "Sósi fer í veislu". Þessi fyrsta bók er skrifuð af Dröbbunni og er hún því ábyrg fyrir þessum kafla er birtist hér á eftir.

Bjarki og Sósi sofa svefni hinna drykkfelldu

"Dag einn er Sósa boðið í veislu. Þetta er mjög þjóðleg veisla og er uppáhaldsmatur Sósa á borðum – Sósi borðar mikið og Lomma líka, Lomma borðar meira en Sósi en hún spýtir ... Það er mikið fjör í veislunni og Sósi er ákveðinn í að fá sér svona pils eins og húsráðandinn var í ... Sósi smakkaði rosalega góðan drykk, sem kallast Grappa, hann drakk mikið af honum ...

Lomma var ofsa dugleg að dansa og tók sig vel út á naríunum ... en hvað er þetta er hún búin að verpa á sig eins gerðist einu sinni? Vinur Sósa, Sæti, var í miklu friðarskapi ... og ekkert að stríða Sósa

Heilinn var líka að dansa og slæðudansinn var henni mjög að skapi og Sósa fannst mjög gaman að horfa á slæðudansinn. Svo átti Sósi líka vini sem virtu hann ekki viðlits, voru bara að skilja hann útundan ... það fannst honum leiðinlegt og þau væri bæði, lítil, ljót, feit og í marki ... En besti vinur Sósa var þó Sunderland sem hér eftir mun alltaf vera besti, bestasti vinur hans og hann ætlar alltaf að koma í veislur til besta, bestasta vinar síns og næst ætlar hann að vera í pilsi eins og hann"

Engin ummæli: