miðvikudagur, október 25, 2006

New York, New York!

Sósinn og Lomman hans skruppu mjög svo óvænt til New York um helgina og skemmtu sér stórkostlega. Þessi borg er alveg geggjuð og ekki mun líða langur tími þangað til parið heimsækir New Yorkbúa heim aftur. Við tókum túristarúntinn á þetta fyrsta daginn, fórum og skoðuðum svæðið þar sem turnarnir hrundu 9/11, frelsisstyttuna og Ellis Island, Time Square, Wall Street og bara allann pakkann. Fórum fínt út að borða og drukkum mikið GOGT, bjór, hvítvín, Bloody Mary en slepptum Grappa í þetta skiptið. Við versluðum slatta en fórum þó ekkert yfir strikið. Sem sagt, skemmtum okkur vel með góðum félögum og ætlum okkur að koma aftur mjög fljótlega.

Engin ummæli: