Sósi rokkaði feitt á Búðum um helgina!
Sósi og Lomma fóru á Hótel Búðir um helgina og höfðu það býsna gott. Hjónakornin borðuðu góðan mat, dreyptu á dýrindis vínum, fóru í gönguferð og nörtuðu í hvort annað þess á milli. Sósi lék við hvurn sinn fingur og fór í sparigallann þegar rökkva tók eins og sést á meðfylgjandi mynd. Helgin var í alla staði frábær hjá þeim hjónum, en voru þó á því að fara fyrr að sofa næst er gist yrði á Búðakletti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli