miðvikudagur, janúar 29, 2003

Djöfull.......... ætlaði að skrifa eitthvað ægilega merkilegt í morgun en þá var Bloggerinn með kvef eða eitthvað svo að það var ekkert gagn í honum. Vann því bara eins og vitleysingar á milli þess sem ég fór heim og passaði Sögu litlu, skrapp í fótbolta búð og keypti sparkboltaskó handa honum Sigga mínum því hann ætlar að verða jafngóður og Eiður Smári (þvílíkt mark hjá drengnum í gærkvöldi, það hríslaðist um mann rafmögnuð tilfinning eins og eftir þrefallt blo........ob). Þegar ég var síðan kallaður endanlega heim úr vinnunni þá setti ég mig í stellingar fyrir leikinn og var hinn brattasti fyrir Íslands hönd. Ákvað síðan að skreppa aðeins niður í Valsheimili og fylgjast aðeins með Sigga í sparktuðruleiknum. Hann stóð sig alveg eins og hetja og hljóp um allan völl eins og vitskertur álfur og lét öllum illum látum eins og ungum drengjum ber. Minnti mig um markt á gamla kallinn, gefst aldrei upp þó á móti blási. Hann verður sparktuðrusnillingur það er ég viss um. Ég og Siggi fórum síðan í búð og keyptum rófur og kartöflur til þess að hafa með slátrinu sem Rakel var að sjóða í allsvakalegum potti. Við áttum í engum vandræðum með að finna vörurnar í búðinni þó svo að við vissum að stríð er um það bil að bresta á í henni veröld. Ég settist síðan fyrir framan imbann með mörina, blóðið, vambirnar og allt gumsið og horfði á leikinn með öðru auganu því að hitt var lokað vegna alls blóðsins og fitunnar sem spýttist upp í augað á mér á meðan á átinu stóð. Náði að lokum að hreinsa augað og þá fór Patti í gang og gekk endanlega frá hinu geysisterka liði Pólverja sem kom mér gersamlega í opna skjöldu með skemmtilegum handtuðruleik. Frónverjar stóðu sig bara nokkuð vel í þessum leik, gekk ekkert allt of vel í byrjun en frystu sjóðandi heita Pólverjanna með ísköldum hraðupphlaupum um miðjan leik og litu aldrei um herðar eftir það. Dagur Sigurðsson var minn maður í leiknum, alveg ískaldur og ótrúlega útsjónarsamur. En nú fer að færast fjör í leikinn, ef við leggjum Spánverjana þá leikum við um verðlaunasæti. Því hef ég trúa á því Spánverjar skíta alltaf upp á bak þegar mikið liggur við. Ég ætla því að vona að þeir skíti yfir haus á morgun.

Engin ummæli: