mánudagur, janúar 27, 2003

Jæja þá er ég komin með blogg síðu, ekki seinna vænna. Maður virðist ekki vera maður með mönnum nema maður bloggi eins og maður eigi lífið að leysa.
Helgin var kaflaskipt hjá mér, byrjaði vel en endaði illa. Fór út á lífið með strákunum á laugardagskvöldið. Byrjuðum á því að fara í bowling þar sem ég tók þá í bakaríið og sigraði bæði einstaklingskeppnina og liðakeppnina með yfirburðum. Fórum síðan heim til Davíðs og ræddum þar um lífið og tilveruna til klukkan 1 um nóttina. Síðan var farið á pöbb (vegamót og staðin sem er þar við hliðina) eitthvað fór að síga á ógæfuhliðina hjá mér er þangað var komið því áfengið sem ég hafði sett ofan í mig (helst til of mikið) var farið að segja verulega til sín. Ég hafði lofað Kelu Páls að vera komin heim um þrjúleytið en ég gat náttúrulega ekki staðið við það frekar en fyrri daginn. Ég og Elli skröltum heim á Njarðargötu klukkan 4 og þá var allur vindur úr mínum og ég lagðist til svefn í öllum fötunum í nýja leðursófanum. Sunnudagurinn var erfiður talsverð þynnka og heimasætan ekki par ánægð með kallinn. Öl er böl!!!!!! En maður verður víst að rífa sig upp á rassgatinu og reyna að bæta eitthvað fyrir svikinn, jæja nóg um þetta helvíti í bili, vonandi gengur betur næst.

Engin ummæli: