Jæja, nú er töluvert síðan að ég skrifaði í þessa dagbók. Helgin var bara býsna góð. Fór á hið árlega pungablót VGK á föstudaginn og var það hið mesta stuð. Eins og venjulega voru það sömu aðilarnir sem hrundu allsvakalega íða og voru hálf meðvitundarlausir að spranga um comapanyið. En það er alltaf gaman að slíku, ekki verra þó að menn æli eða jafnvel fari í sleik við forstjórann, það skorar alltaf hátt á skemmtanaskalanum. En ég var skikkanlegur, skilaði mér heim á kristilegum tíma og dró meira að segja björg í bú. Ég mætti heim með tvo hrikalega kjamma og þrjá bjóra til þess að svolgra með. Jórun var ennþá hjá Rakel þegar ég kom heim og voru þær stöllur á fullu fullar í tölvunum sínum að gera eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um. Kjammarnir slógu rækilega í gegn og ekki þótti þeim bjórinn spilla. Við sátum að sumbli og kjammaáti fram á morgun og var það gríðarlega gaman. Jórun var síðan send heim í leigubíl þegar augnlokin voru farin að síga, ekki seinna vænna.
Hmmmm, ég má víst ekki vera að þessu núna, meira seinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli