föstudagur, febrúar 25, 2005



Sósi hefur verið upptekinn úr hófi fram síðustu daga og því ekkert bloggað. Upplausn hefur því verið á mörgum heimilum því mörgum finnst eins og eitthvað vanti í tilveruna þegar ekkert er Sósabloggið. Sósi var með kynningu á vinnustað sínum VGK í gær, þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í framsetningu kortagagna. Læt hér fylgja með þessum mjög svo leiðinlega bloggi um sjálfan mig, þessa mynd sem er af Hellisheiðinni þar sem miklar framkvæmdir standa nú fyrir dyrum við að koma upp jarðvarmavirkjun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Djöfull er leiðinlegt að blogga svona um sjálfan sig. Lifi bloggið - Freedom for all peoplePosted by Hello

Engin ummæli: