miðvikudagur, júlí 07, 2004

Bloggið lifir!
Rakst fyrir tilviljun á link inn á bloggsíðu mína sem legið hefur niðri síðan í febrúar. Alltaf gaman að lesa gamalt blogg. En nú er nýtt blogg í gangi sem mun endast allavega út daginn. Ég og atvinnukonan mín fórum í laxveiðitúr í síðustu viku og skemmtum okkur konunglega. Við vorum alveg eins og pro-veiðimenn í þessum túr, vöknuðum fyrst á morgnana og komum ávallt síðust í hús á kveldin. Okkur varð samt ekki skrápurinn úr læðunni því við settum ekki í neinn lax að þessu sinni. Það stendur þó allt til bóta því við erum að fara í annan laxveiðitúr í lok mánaðarinns. Þá ætlum við að renna fyrir stórfiska í Húnavatnssýslunni, nánar tiltekið í henni Blöndu gömlu. Þar munum við fiska sem aldrei fyrr. Aldrei hefur það komið fyrir að við höfum komið fisklausir úr Blöndu og förum því ekki að taka upp á því núna. Við verðum þarna á besta tíma og engin verður með síma í þónokkurn tíma en vonandi þurfum við ekkert að líma en þó má glíma og ríma að vild.
Jæja nóg af rugli og bulli í bili.

Engin ummæli: