"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Jæja þá er maður dottinn í bloggið aftur, enda ekki seinna vænna á þessum síðustu og verstu. Nú er ég byrjaður í ræktinni á fullu og lít nú út eins og nýsleginn túskildingur. Djöfull munar það miklu að hreyfa sig reglulega, ég var bara búin að gleyma því hvað manni líður mun metur andlega og líkamlega. Ég fer svona 5 til 6 sinnum í viku í hádeginu og tek vel á því. Það verður einhvern vegin miklu meira úr deginum og þegar maður kemur aftur í vinnuna þá er maður ferskur sem lax í sjó. Jæja nóg um þennan ferskleika. Það er nú ekki mikið skemmtilegt framundan, matarboð hjá Dabba á föstudaginn að vísu. Annars verður bara slakað á um helgina, farið í sund og einhver hugguleg heit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli