miðvikudagur, september 21, 2005

Láttu ekki útlitið blekkja þig!


Flestir hafa væntanlega tekið eftir auglýsingaherferð VR í sjónvarpi og blöðum þar sem tveimur konum hefur verið breytt í karla og tveimur körlum hefur verið breytt í konur í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar um kynbyndinn launamun í landinu. VR hefur kosið að nota til þess arna, ljóta stjórnmálamenn. Við hér á Sósi.is viljum mótmæla þessu með því að vera með okkar eigin útlitsbreytingaþátt þar sem fallegir vinir Sósa koma við sögu. Fyrst til þess að ríða á vaðið er auðvitað heittelskuð frú Sósa, frú Loðmfjörð. Í kjölfarið munu síðan koma þrír aðrir fallegir vinir Sósa, ein kona til viðbótar og tveir karlar. Með þessu viljum við koma á framfæri til auglýsenda, að ekki er alltaf heillavænlegast að notast við þekkt andlit, heldur reynist það oft happadrjúgra að notast við fallegan almúgann sem vekur hvað mesta meðaumkun meðal þegnanna.Posted by Picasa

Engin ummæli: