fimmtudagur, september 22, 2005

Lomman fallin!


Lomman er enn eina ferðina dottin í naslið. Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt þá hefur Rakel verið í gríðarlegu átaki síðastliðinn mánuð og aðeins borðað smá vott og minna þurrt. Slíkur lífsmáti kemur manni alltaf í koll og að lokum springur á limmunni. Lomman var sem sagt með ekkert varadekk í skoltinum og því fór sem fór. Við sendum Lommunni baráttukveðjur og vonum að hún rífi sig upp úr sollinum sem fyrst. Það lítur þó ekki vel út með það því hún étur nú heilt baðker á dag, og sér ekki fyrir endann á átinu. Kerlingarálftin slagar nú hátt í 80 kg. og stefnir í gríðarlegt óefni með niðurgangi og uppköstum alla virka daga.Posted by Picasa

Engin ummæli: