föstudagur, febrúar 11, 2005



Kennarinn hans Sigga hafði samband við mig í morgun og vildi að ég kæmi til hans á skrifstofuna til þess að ræða agavandamál hjá honum. Hann tjáði mér að eftir að Siggi var hnepptur í gipsið þá hafi hann orðið skapvondur, illa innrættur, leiðinlegur og hrokafullur með afbrigðum. Þessu átti ég bágt með að trúa, enda Siggi með eindæmum skapgóður og vel innrættur drengur. Hann tjáði mér þá að hann hefði látið hann ásamt þremur öðrum villingum sitja eftir í gær, og er hann ætlaði að smella mynd af tossunum (eins og hann orðaði það), þá hafi Siggi gefið honum puttann, ekki einn heldur tvo. Ég hló nú bara yfir þessari vitleysu og hélt að kallin hefði verið að staupa sig, en ég hætti að hlæja þegar hann sendi mér þessa mynd í pósti nú rétt eftir hádegi. Siggi þó! Posted by Hello