"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
mánudagur, febrúar 14, 2005
Jæja gott fólk, þá er Valnísuraríðudagurinn genginn í garð. Nú auglýsa kynlífshjálpartækjabúðirnar sem mest þær mega og halda því að landanum að nú eigi allir að hlaupa út í búð og kaupa skaufa því það sé svo rómantískt. Helst á skaufinn að vera að minnsta kosti 3 metra langur með 30 snúningsstillingum, 2000 fálmurum og þeytara bæði að framan og aftan. Síðan mæla þeir með að maður láti fylgja þessu eins og fimm súkkulaðihúðuð jarðarber því það sé svo gott að borða jarðber eftir að maður hefur níðst á elskunni sinni á Valsvínusardeginum með gervilimnum. Ég er nú að spá í að láta þessi gylliboð Geira og félaga sem vind um eyru þjóta og kaupa heldur kringlu og kakó í Björnsbakaríi svona í tilefni dagsins. Kringlan er að vísu ekki 3 metra löng, ekki með fálmara, snúningsstillingu né þeytara, en ástkonu minni finnst ekkert betra en að narta í harða kringlu og skola henni niður með sjóðandi heitu kakói á Valssvínadeginum. Það er síðan aldrei að vita hvað allt þetta kringlunart leiður til.
Hver var eiginlega þessi Valssvíníus???? Var þetta einhver pervert eða???