miðvikudagur, febrúar 16, 2005


Elsa sendi mér póst í gær þar sem hún tekur fram að henni sé farið að hundleiðast í Iowa. Hún segir að Kalli taki þessar svefnrannsóknir sýnar svo alvarlega að hann sofi út í eitt, og ef hann er ekki sofandi þá er hann annað hvort á barnum eða á júdóæfingu. Elsa hefur því ákveðið að segja leiðindunum stríð á hendur og hefur hún stofnað hljómsveit ásamt tveimur öðrum kellingum úr hverfinu. Bandið heitir "The Sleeping Wifes" og hafa þeir nú þegar haldið nokkra tónleika. Það sofnuðu víst allir á fyrstu tónleikunum en Elsa sagði að það hefði ekki verið útaf því að þær hefðu verið eitthvað leiðinlegar, heldur útaf því að Kalli hefði verið með einhverja rannsókn í gangi kvöldið áður þar sem hann byrlaði hálfu bæjarfélaginu einhvern ólyfjan og fólkið því bara ekki alveg búið að jafna sig. Hún segir að seinni tónleikarnir hafi gengið betur en aðsóknin hefði mátt vera betri. The Sleeping Wifes spila aðalega bluegras tónlist en Elsa segir að ef vel er hlustað þá sé hægt að greina áhrifa íslenskrar sagnatónlistar. Hún sagði einnig í bréfinu að þær ætluðu að halda ótrauðar áfram enda lítið annað við að vera, það eina sem er að hrjá þær er að sú sem spilar á banjóið fer alltaf að jóðla ef einhver tekur uppá því að klappa á tónleikum. Elsa segir að jóðl eigi ekki alveg við í Bluegrassssinu en það sé svo sem aldrei að vita hvað almenningur dettur niður á að fíla. Hún segir að kellingin verði eitthvað áfram í bandinu en ef þetta ágerist þá verði hún látin fara. Posted by Hello

Engin ummæli: