fimmtudagur, febrúar 17, 2005



Rakel fékk mjög dularfulla hringingu í gærkvöldi. Þegar síminn hringdi þá stökk hún upp úr stólnum og sagði "ég skal svara", síðan fór hún með símann inn í stofu og talaði í hálfum hljóðum í tólið. Þegar samtalinu var lokið þá kom hún inn í eldhús eldrauð í kinnum og og hálf völt á fótum (enda nýbúin með þristinn). Ég spurði hana náttúrulega eins og rassagulli sæmir "hver var þetta hnoðrinn minn", hún svaraði því til að þetta hefði verið Gunna vinkona hennar að bjóða sér í bíó. Ég gat ekki annað en tekið hnoðrann trúanlegann, en vissi þó að eitthvað annað bjó þarna undir. Rakel tók nú til við að dressa sig upp og fannst mér hún ganga full langt í því miðað við að hún væri að fara í bíó. Hún fór í bláa galakjólinn sem ég gaf henni í fyrra fyrir Þorrablótið hjá VGK og setti á sig semelíu eyrnalokkana sem mamma hennar og pabbi gáfu henni í 30 afmælisgjöf. Ég spurði hana hvort að þetta væri nú ekki full yfirdrifið en hún umlaði bara einhverja þvælu og sagðist þurfa að drífa sig. Í morgun komst ég síðan að því að hún fór ekkert í bíó í gærkveldi, þegar Sighvatur vinnufélagi minn óskaði mér til hamingju með konuna. Ég kom alveg af fjöllum og spurði hann hvað í helvítinu hann væri að meina. "Nú með titilinn maður, konan þín var kosinn ungfrú Skyr.is í gærkveldi. Varstu ekki að horfa á sjónvarpið??" Rakel hefur því verið að taka þátt í einhverri ómerkilegri fegurðarsamkeppni á bak við bakið á mér. End var það líka ankannalegt að það voru engin batterí í fjarstýringunni í gærkvöldi og því gat ég ekki horft á sjónvarpið. Skammastu þín Loðmfjörð, svona gera ekki alvöru húsfreyjur, hvað þá eftir þrist!!! Posted by Hello

Engin ummæli: