"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
föstudagur, febrúar 18, 2005
Jói hefur nú loks fyrirgefið Jórunni fyrir að hafa klesst fínu Fiat Pönduna sem hann gaf henni í jólagjöf. Jói er nefnilega með eindæmu langrækinn maður og það tekur hann yfirleitt svona um mánuð að fyrirgefa smáatriði. En þessi útafakstur hjá Jórunni var svo sem ekkert smáatriði því Fiat Pandan er ónýt og hefur Jói nú þurft að púnga út fyrir nýrri bifreið. Jórunn var að vísu aldrei alveg sátt við Pönduna, fannst hún helst til lítil, og ekki nógu mikið pláss aftur í fyrir bjútíboxið. Þessum skilaboðum hefur hún greinilega komið áleiðist til Jóa því bifreiðin sem hann fjárfesti í núna er ekki af verri endanum. "Chevrolet Nova All Star Jackson Five" varð fyrir valinu í þetta skiptið og nú getur Jórunn krúsað með alla fjölskylduna og samt pláss fyrir bjútíboxið og meira til. Hún getur meira að segja náð í allt pakkið fyrir sunnan eins og Jói orðaði það svo skemmtilega á áramótagleði ástsjúkra dverga þar sem hann var veislustjóri um síðustu helgi. Til hamingju með nýja bílinn Jórunn!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli