mánudagur, febrúar 14, 2005



Svenni fór til Ameríku með kunningjum og vinum (allt strákar) fyrir skemmstu þar sem ætlunin var að versla veiðidót, kíkja á snjósleða og drekka bjór. Núna er Svenni á skíðum í Austurríki með fjölskyldunni. Hið ljúfa líf hefur farið illa með Svenna síðustur misseri og hann því bætt töluvert á sig. Gurrý sendi mér þessa mynd fyrir skemmstu, hún var tekin þegar þau voru á Kanarí um jólin. Hann hefur ekkert grennst síðan þessi mynd var tekin, ef eitthvað þá hefur hann bætt á sig. Svenni tók með sér útigrillið til Austurrríkis, sagði að hann ætlað sko að kenna þessum jóðlurum hvernig á að grilla almennilega svínasteik. Posted by Hello