föstudagur, febrúar 18, 2005


Stefanía dóttir mín er alltaf að lenda í því að fólk á fáförnum vegum er að ganga upp að henni og segja "mikið ofboðslega ert þú lík henni leikonu þarna, henni Lindsay Lohan!" Þetta hefur ekkert farið í taugarnar á stelluni enda ekki leiðinlegt fyrir unglingssnót að vera líkt við fræga leikkonu sem að auki er poppstjarna. Sósi Sig fór því á stúfana og útvegaði sér mynd af Lindsey eftir heljarinnar krókaleiðum. Sósi fékk myndina í morgun í DHL pósti frá USA og það er ekki annað hægt að sjá en að það sé svipur með þeim. Sósi fór því enn og aftur á stúfana og talaði við strákana hjá Myndbreyting.is og bað þá um að skeyta stellu inn á myndina svo hægt væri að bera þær saman. Þeir voru ekki lengi að redda því endar vanir menn og snöggir aððí. Dæmi nú hver fyrir sig!!!!! Posted by Hello

1 ummæli:

Sósi sagði...

gekkt mynd