miðvikudagur, febrúar 16, 2005



Stefanía og Hrund vinkona hennar ákváðu fyrir nokkrum mánuðum síðan að taka þátt í "Samfés" sem er hæfileikakeppni grunnskólanema með fallegt fés. Þær ákváðu að vera frumlegar og frumsömdu því lag sem þær ætluðu að nota í keppninni. Lagið sem þær sömdu alveg uppá eigin spýtur reyndist síðan vera alger snilld og eftirvæntingin eftir úrslitakvöldinu því gríðarleg. Þær stöllur fluttu síðan lagið sitt í gærkveldi fyrir framan dómnefndina og var flutningur þeirra óaðfinnanlegur. Dómnefndin sem var að mestu skipuð þursum og andfélagslegum þurrkunntum var þó ekki á sama máli og aðstandendur og skaut lagið út af borðinu. Þessari niðurstöðu ætlum við ekki að una, og höfum því ákveðið að krýna þær sigurvegara hér á þessu bloggi enda mest lesna og besta bloggsíða landsins. Til hamingju stelpur með sigurinn, bikarinn og búninginn, megi þið lengi lifa, húrra húrra húrra! Posted by Hello

Engin ummæli: