Í gær varð allt vitlaust er það kvissaðist út að Eiður Smári Guðjónsson hefði verið handtekinn fullur
á Bimmanum sínum eftir leik Chelsea og Everton um helgina. DV sendi náttúrulega blaðamenn sína út af örkinu til þess að grafast fyrir um málið og fóru 12 fréttamenn og tökulið út til Bretlands til þess að kynna sér málið. Blaðamenn DV komust að því að stuðningsmenn Chelsea hefðu í snarhasti snúið baki við Eið og vildu hann í burtu frá félaginu sem fyrst. Þetta gera þeir víst alltaf þegar þeir lesa fréttir af leikmönnum sínum í hinu virta fréttablaði "The Sun".
Ég heyrði viðtal við mömmu hans Eiðs í morgun þar sem hún tjáði dagskrágerðarmönnunum Heimi og Ingu Lind í Ísland í bítið, að Eiður og liðsfélagar hans hefðu farið út að borða með konum sínum og drukkið rauðvín með matnum. Hann hefði síðan ekki drukkið neitt í 6 tíma, þegar hann ákvað að keyra bílinn sinn heim.
Frekar heimskulegt hjá stráksa en hann er svo góður í fótbolta að ég ætla að fyrirgefa honum þessa vitleysu í þetta sinn og segi:
Píkur, vín og kók fyrir góðan markahrók!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli