þriðjudagur, febrúar 08, 2005



Sigurður Atlason stórvinur minn og galdrakarl frá ströndum lætur blaðamenn sorptímaritsins DV heyra það í pistli sínum á fréttavefnum www.strandir.is (http://www.strandir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=525&Itemid=2). Eins og flestir vita þá hefur fönguleg snót verið þar við kvikmyndatökur síðastliðna viku eða svo og heillað strandamenn upp úr skónum með glaðværð og fallegri útgeislun sem smitað hefur út frá sér í nepjunni fyrir vestan. Strandamenn eru allir aðrir þessa dagana, bros á hverri vör og smjör drýpur af hverju strái. Það er ekki á hverjum degi sem slíkur hvalreki rekur á fjörur þeirra strandamanna þó svo að þar sé ekki þverfótað fyrir rekaviði jafnt á ströndum sem til fjalla. Sigurður vonar að Jakova sem gengur undir listamannsnafninu Kyla Cole verði sem lengst á ströndum og vonast jafnvel til að geta kennt henni nokkra galdra sem gætu nýst henni til framdráttar í list sinni. Já honum Sigga er ekki fisjað saman, honum var hrúgað upp! Posted by Hello

Engin ummæli: