Elías málaði bæinn rauðan um helgina!
Elías Sprelías hringdi í Sósa síðastliðinn föstudag og vildi fá Sósa til þess að drekka með sér nokkra svellkalda eftir vinnu. Aldrei slíku vant þá var Sósi vant við látin og gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Það var líka eins gott því Sprellinn fór alveg á skallann eins og hann átti til hér í gamla daga og endaði hálfrænulaus á bekk niður í Austurstræti með nokkrum ræsisrottum. Grey kallinn er ennþá að jafna sig heima í rúmi og sér ekki fyrir endann á líðan hans. Við sendum Ella baráttukveðjur og ætlum að bjóða honum uppá einn gráan næsta föstudag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli