Fyrsta plata Luxor komin í búðir
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Luxor sem er afsprengi hins íturvaxna mallakúts Einars Bárðarsonar er nú loks komin í búðir. Þessari plötu sykursnúðanna í Luxor hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og mörg veðmál í gangi um hvursu léleg hún yrði. Sósi setti plötuna í spilarann í dag og heldur því fram að þarna sé komin fram á sjónarsviðið ein misheppnaðasta plata hjá einni misheppnuðustu hljómsveit allra tíma. Það eina sem er í lagi á plötunni er umslagið, en það var einmitt Sósi sem hannaði það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli