Þessi frétt birtist á fréttasíðu Hrunamannahrepps (hreppur@hrunnamannahreppur.is) í dag. Alveg magnaður andskoti.
Geit skeit á hund!
Geitin Manda skeit á heimilishundinn Vask á bænum Fjós í Hrunamannahreppi seint í gærkveldi. Uppi varð fótur og fit á bænum enda um væna dellu að ræða. Bóndinn á bænum varð að gjöra svo vel að sækja haugsuguna til þess að bjarga Vaski úr dellunni. "Við hjónum fengum vægt áfall er við fréttum hvað Manda hafði gert. Hún hefur að vísu haft uppi ákveðna tilburði síðustu daga, sem túlka hefði mátt sem ákveðna tilraun til tilræðis við Vask. En hún hefur síðan látið til skarar skríða gegn Vaski og látið þetta helvíti vaða í andlitið á honum. Maður skilur ekki alltaf hvað blessuð dýrin eru að hugsa" sagði Guðjón við blaðamann er hann innti hann eftir viðbrögðum þeirra hjóna við árásinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli