Hvað haldið þið að hafi borið fyrir augu okkar Rakelar í morgunsárið þegar við vorum að fara í vinnuna? Á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar (hrikaleg umferð þarna á morgnana) þar sem við sitjum í mestu makindum inni í bíl að bíða eftir grænu ljósi, sjáum við hvar maður á svona rafmagnshjólastólabíl kemur aðvífandi og festir sig í skafli þar sem hann er að reyna að komast yfir gatnamótin. Þar sat hann í smá tíma og ruggaði sér fram og til baka til þess að reyna að losa stólinn. Ég lít þá á Rakel og segi "á ég ekki að fara út að ýta?" og stekk út úr bílnum. Það voru svona fimmtíu bílar fyrir aftan okkur þannig að ég reyndi að vera eins snöggur og ég gat. Ég stekk að manninum sem sat þarna og ruggaði sér fram og aftur í stólnum í von um að 100 kg. stóllinn hentist fyrir einhverja guðs lukku upp úr skaflinum og segi við hann "á ég ekki að ýta á þig?" "Jú það væri mjög gott" svaraði hann og var greinilega mjög feginn þessari óvæntu aðstoð sem birtist allt í einu út úr myrkrinu. Bílarnir sem voru fyrir aftan Rakel voru nú þegar byrjaðir að flauta, þó svo að þeir sæju greinilega að ég var að reyna að losa hjólastólakallinn úr skaflinum. Loksin náði ég að ýta kallinum upp úr skaflinum og þá skipti engum togum að karlbjálfinn setti í fyrsta gír og tók strauið beint yfir gatnamótin á rauðu ljósi í átt að BSÍ. Ég greip um höfuðið og öskraði á eftir honum "passaði þig" en sem betur fer var engin bíll að fara yfir gatnamótin, þannig að hann slapp með skrekkinn. En hvað í fjandanum er maður í hjólastól að vilja uppá dekk í þessari færð, bílar komast varla leiðar sinnar í þessum heimskautavetri sem geysar hér á landi um þessar mundir. Hann hefur kannski verið að fara að fá sér svið og rófustöppu á BSÍ, þá er þessi geðveiki vel skiljanleg , því rófustappan á BSÍ er engri lík. Þetta var mjög fyndin uppákoma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli