miðvikudagur, janúar 19, 2005

Það er allt búið að vera vitlaust að gera í dag. Endalaus kortavinna, breytingar á framkvæmdinni uppi á Hellisheiði þar sem Orkuveita Reykjavíkur er að byggja risastóra jarðvarmavirkjun.
En hverjum er svo sem ekki sama um það. Óskar Haflið hafði samband við okkur "strákana" og vildi endilega fá okkur með sér í b0wling og síðan í pizzu og bjór. Mér leist bara nokkuð vel á það enda orðin dágóður tími síðan við hittum melinn. Elías hafði síðan samband við mig í gær og spurði hvort hentaði mér betur að fara út á laugardag eða föstudag. Ég tjáði honum að það skipti mig svo sem engu máli en mér þætti skemmtilegra að fara út á laugardagskvöldið. Hvað haldið þið þá að hann hafi sagt?? Já, já breytir svo sem engu fyrir mig heldur, enda hittum við hann bara í einn eða tvo tíma!! Ja hérna hér, það eru breyttir tímar. Elli sprelli bara dottinn úr öllum æðum og ætlar sér bara að fá sér einn bjór og svo heim. Nei hann kemst sko ekkert upp með neitt múður. Hann fer með okkur í b0wling og síðan í pizzu og svo kíkir hann með okkur aðeins í bæin og fær ekki að fara heim til sín fyrr en í fyrsta lagi klukkan tólf.

Engin ummæli: