fimmtudagur, október 11, 2007

Palli Vals dekrar við sjálfan sig!


Þessi mynd náðist af þeim gamla er hann var að prufukeyra Massi Ferguson sláttuvélina sem hann keypti fyrir slikk hjá Valda koppasala í sumar. "Var á leiðinni út á land þegar ég sá hana standa þarna fallega rauða fyrir utan bílskúrinn hjá Valda. Ég tók því hús á kauða og spurði hann hvað hann vildi fá fyrir hana. Ég borgaði honum 30 silfraða koppa af Nizzan Micra sem ég hef verið að vandræðast með í bílskúrnum og málið var dautt" sagði Palli er Sósi grennslaðist fyrir um uppruna vélarinnar. Af myndinni má síðan sjá að Palli hefur ekki slegið slöku við í ræktinni nema síður sé og síðan hefur hann fjárfest í þessu líka flotta pungsarabindi eins og honum hefur lengi langað í. Það er því greinilegt að kallinn hefur dekrað við sjálfan sig langt um efni fram og hefur Sósi af því nokkrar áhyggjur.

Skyldi Heilinn vita af þessu?

Engin ummæli: