Jón Jónsson fræðimaður og bóndi sendi Sósa þessa mynd af sjálfum sér þar sem hann sést gera sér glaðan dag með nokkrum sauðum úr sveitinni. Sósa lék forvitni á að vita hvernig gengi með sauðfjársetrið í Sævangi sem Jón hefur forstöðu með og sló því á þráðinn til Jóns. Sem endranær stóð ekki á svari hjá sauðnum er hann á endanum hafði sig að símtækinu, "Ég veit nú ekki hvers vegna í andskotanum ég ætti að upplýsa þig um það þéttbýlispúkinn þinn, en ef þú endilega villt vita það þá gengur það bara mjög vel. Við erum búnir að vera með hrútaþukl og spunakeppni sem fékk nafnið "ull í fat" í sumar, og síðan var haldið þuklaraball og bara ýmislegt." sagði Jón greinilega eldhress eftir öll sauðahoppinn undanfarna daga. Sósi skilar með þessari færslu kærri kveðju í sveitina og aldrei að vita nema hann láti sjá sig á þeim slóðum fyrir næstu aldamót.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli