Guðmundur Benónýsson (Gvendur bolla) og Ásthildur Geirharðsdóttir (Ása tröll) mættu á árshátið tannlæknafélagsins í Iðubergi eins og þau hafa gert síðastliðinn 15 ár eins og siðlausum tannlæknum sæmir. Þau voru víst í góðum fíling allt þar til borðhald hófst en þá umturnuðust þau og gúffuðu í sig alla árshátíðina, matinn, diskana, servíetturnar, gólfteppið, skemmtikraftana, kokkinn og gluggatjöldin. Er þau höfðu lokið sér af, stóð ekki steinn yfir beini og höfðu þau meira að segja reynt að naga borðlappirnar af veisluborðinu sem voru úr galvaniseraðu steypustyrktarjárni, en varð sem betur fer ekki kápan úr því stálinu. Ása át meira að segja kjólinn sinn og hluta af jakka Guðmundar svo stór sá á honum. Þau voru að lokum selflutt út úr hátíðarsalnum á lyfturum og látin sofa úr sér í vöruskemmu Eimskips við Sævarhöfða. Ása og Gvendur vildu ekkert láta hafa eftir sér um átið er leitað var eftir því, en vildu koma því til skila til samstarfsfólks síns að þau hörmuðu átið og að þau myndu skila öllu því dóti sem þau átu ófrjálsum munni til réttra aðila er hlutirnir myndu skila sér á næstu dögum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli