miðvikudagur, október 10, 2007


Dvergarnir Halli og Þorgeir Ástvalds gera út um gamalt veðmál
Sósa barst það til eyrna á dögunum að Þorgeir Ástvalds og Halli í tvíeykinu Halli & Laddi hefðu gert með sér veðmál fyrir um 20 árum síðan, sem fólst í því að Halli skoraði á Ástvald í körfu og sagðist leggja þúsara undir. Einhverja hluta vegna varð aldrei neitt úr einvíginu á þeim tíma, en þegar Þorgeir hitti Halla á förnum vegi um daginn þá ítrekaði Halli áskorunina sem Þorgeir tók með því að svara honum "Látum á það reyna strumpur". Einvígið var síðan háð síðastliðinn mánudag fyrir aftan höfuðstöðvar Íslenskrar Erfðagreiningar, og að sjálfsögðu var Sósi með mann á staðnum.
Það er skemst frá því að segja að Þorgeir Ástvalds tók Halla strump í kennslustund og tróð ítrekað yfir hann í leiknum. Leikar enduðu þannig að Þorgeir skoraði 20 körfur á móti 5 körfum Halla. "Þetta kom mér ekki á óvart, enda maðurinn algjör strumpur" sagði Þorgeir að leik loknum á meðan hann týndi malbiksklepra úr hárinu á sér sem hann hefur ekki haft fyrir því að skerða í áraraðir. "Þetta var algjört svindl, ég sá hreinlega aldrei neitt í leiknum fyrir faxinu á dvergnum og hitti því ekki sem skyldi" sagði Halli niðurlútur og sagðist vilja endurtaka leikinn að ári. Sósi lagði það því til við dvergana að þetta yrði árlegur viðburður sem hægt væri að gera að hinni mestu skemmtun sem fólk myndi borga sig inn á til að sjá. Leikurinn verður því að sama tíma að ári á sama velli og liðin skipuð sömu dvergum og áður.

Engin ummæli: