miðvikudagur, október 17, 2007

Bingi Glæpur

Sósi hafði ætlað sér að skrifa langa grein um hið svokallaða "Rei" mál sem tröllriðið hefur allri umræðu á landinu síðustu daga, en hefur nú tekið þá ákvörðun að gjöra það ekki. Ákvörðunin er tekin út frá miklum þrýstingi nokkurra auðmanna sem gætu orðið fyrir töluverðum búsifjum ef Sósi léti gamminn geysa á einum virtasta og víðlesnasta fréttamiðli á norðurhverli jarðar, Sósabloggi. Sósi settist því að samningaborði auðmanna og samdi um að auðmennirnir myndu sjá til þess að Sósablogg skyldi aldrei líða fjárskort og að þeir myndu fjármagna útgáfu þessa netmiðils til næstu 20 ára og væri sá samningur óuppsegjanlegur af beggja hálfu til 50 ára, að því tilskyldu að kjarasamningar héldust óbreyttir til næstu 15 ára og að vísitalan myndi ekki hækka en sem nemur hálfum launum kennara til 5 ára. Ekki stóð þó stafkrókur í þessum samning um að Sósi mætti ekki skella fram eins og einni mynd sem tengdist málinu.

Engin ummæli: