Í stuttu samtali við Sósablogg sagði "Spartdagur" eins og hann nú vill láta kalla sig að nú væru nýjir tímar að renna upp í borginni og að nú yrði tekið á málum af festu. "Framvegis verður ekki einu sinni nammi á laugardögum lömbin mín" sagði Spartdagur við Sósa og strauk lambinu Binga um vangann og glotti við tönn. Bingi jarmaði þá hjákátlega og vissi ekki í hverja loppuna hann átti að stíga af kæti. "Jæja, 20 armbeygjur og 60 sitt upp lömbin mín" veinaði síðan Spartdagur á lömbin sín og tók heljarstökk út í náttmyrkrið.
Sósi óskar Spartdegi til lukku með nýju stöðuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli