Grýla lætur ekki að sér hæða er kemur að því refsa óþekkum strákum fyrir óhlýðnina. "Þessir strákpjakkar munu nú fá að finna fyrir refsivendi Grýlu gömlu" sagði Grýla við Sósa sinn (sem hún heldur mikið upp á) er Sósi kom við í hellinum hjá henni síðastliðinn mánudag til að fá sér skonsu. "Ætli ég saxi þá ekki niður og noti þá sem bragðefni í súpu sem ég hef verið með í kollinum í þó nokkurn tíma. Var svona með basicið á hreinu varðandi aðal hráefnið en vantaði eitthvað til þess að peppa þetta upp. Held að ég nái því bragði fram sem ég hef verið að leita að, ef ég nota smá dass af hvorum þeirra" sagði Grýla við Sósaling að lokum og hvaddi hann með virktum í hellisskútagatinu.
"Rokk on" öskraði síðan Grýla á eftir Sósa svo undirtók í fjöllunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli