"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
mánudagur, apríl 18, 2005
Agnes Bragadóttir blaðamaður hefur sótt um launalaust leyfi frá Morgunblaðinu til þess að koma á laggirnar félagi sem mun hafa það að markmiði að bjóða í síma fyrir hönd almennings. Mikill fjöldi Íslendinga hefur heitið því að leggja fé í verkefnið og eru komin loforð upp á hellings pening. Blaðamaður á Sósi.is fór á stúfana og tók tal af Agnesi þar sem hún var að skoða síma í BT í kringlunni. "Okkur finnst þessi flottastur og erum að spá í að bjóða í hann" sagði Agnes er hún var innt eftir því hvort að henni væri alvara með því að bjóða í Símann ásamt sauðsvörtum almúganum. "Þessi er á ágætis verði, með myndavél og svo er hægt að senda smess emm mess í honum" sagði Agnes ennfremur er blaðamaður spurði hana hvort hún væri ekki að djóka. "Við þurfum svona 1000 manns til þess að leggja fram fé í söfnunina svo við þurfum ekki að dreifa þessu á 6 mánuði" sagði Agnes að lokum er hún var spurð að því hvort að hún væri viss um að nóg myndi safnast til þess að aðrir fjárfestar teldu það vænlegan kost að vera með í þessu ævintýri. Er Agnesi var gert það ljóst af blaðamanni Sósi.is, að allir þeir sem hafa fylgst með þessu máli síðastliðnar vikur teldu að hún væri að bjóða í Símann sem er í eigu ríkisins hafði hún þetta um málið að segja "Ja, nú er ég alveg bit, hvaða helvítis vitfyrringsháttalag er þetta nú eiginlega. Ég veit ekki hvað vitleysingi myndi detta þvílíka firru í hug. Það er öllum ljóst að fólk er fífl, og ekki viljum við að fífl stjórni Símanum, er það?"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli