Eins og flestir landsmenn vita, þá hóf frú Loðmfjörð að starfa hjá Samtökum Iðnaðarins ekki alls fyrir löngu. Þar unnir hún hag sínum vel og og hefur ekki út á neitt að setja. En í stuttu samtali við Sósa uppi í rúmi í gær sagði hún að kaffitímarnir væru soldið öðruvísi en hún ætti að venjast, þ.e.a.s. að í kaffitímunum væri bara alls ekki drukkið neitt kaffi, heldur þömbuðu allir Kók út í eitt. Sósi mætti því með vélina á kaffistofu SI nú í morgun og smellti þar þessari mynd af Lommunni þar sem hún sat og sötraði kók með vinnufélögum sínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli