Óskar Hafliði tekin við sem nýr landsliðsþjálfari
Óskar Hafliði Ragnarsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska karlalandsliðinu í morgun af Ólafi Jóhannessyni sem var rekinn á dögunum eftir slakan leik landsliðsins gegn Dönum. Ráðning Óskars kom flestum þeim sem vit hafa á knattspyrnu nokkuð á óvart, en Óskar hefur aldrei þjálfað nokkurt lið að því Sósi best veit. Á blaðamannafundi í morgunn þá virtist Óskar einnig vera nokkuð hissa á ráðningunni en sagðist engu að síður ætla að gera sitt besta til þess að rétta skútuna af. "Það var bara hringt í mig í gær og ég spurður hvort ég vildi taka við starfinu, sem ég þáði" sagði Óskar við blaðamenn er hann var inntur eftir aðdraganda ráðningarinnar. Framkvæmdastjóri KSÍ hafði sig lítið í frammi á fundinum og húkti skömmustulegur úti í horni og er ástæðan fyrir því samkvæmt heimildarmönnum Sósa að það hefði verið hringt í vitlaust númer þegar hringt var í Óskar. Þegar það síðan uppgötvaðist hefði það hreinlega verið orðið of seint og búið að skrifa undir þriggja ára samning.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli