"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Okkar ástkæri Bubbi Morthens hefur höfðað mál á hendur hinum geysivinsæla sjónvarpsmanni Bubba Byggir eða Bubba Birgis eins og margir af eldri kynslóðinni kalla hann. Bubbi segir að það sé aðeins pláss fyrir einn Bubba á markaðnum og vill því að Bubbi Byggir breyti fornafni sínu ella dauður liggja. "Ég slæ hann í rot" sagði Bubbi við blaðamenn er hann var inntur eftir því hvað hann ætlaði sér að gera ef Bubbi Birgis færi ekki að tilmælum hans. Ekki náðist í Bubba Byggir vegna málsins, en blaðafulltrúi hans lét hafa eftir sér að Bubba Byggir væri ekki skemmt. Valti og skófli góðir vinur Bubba Byggir tjáðu blaðamönnum að þeir tækju af fullri hörku á Bubba ef hann léti sjá sig í bænum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli