Villi enn að hugsa sinn gang
Hárkollusnúðurinn og dómsdagsborgarfulltrúinn Vilhjálmur Vilhjálmsson situr enn á hækjum sér á Austurvelli og hugsar stíft um sína pólitísku framtíð. Villi hefur nú setið á hækjum sér í samfellt fjóra daga og aðeins drukkið tvo bjóra, sem gefur sterklega til kynna að hann sé djúpt hugsi. Samkvæmt heimildum Sósa er vona á svari frá honum í lok vikunnar.
Villi var hálf tætingslegur þegar ljósmyndari Sósa náði mynd af honum á hækjum sér nú í morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli