Annþór snýr við blaðinu
Innheimtumaðurinn Annþór Karlsson hefur hafið störf hjá innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia og mun þar fyrst um sinn sjá um símrukkanir. "Það er mikill akkur fyrir okkur að fá Annþór til liðs við okkur enda einn öflugasti rukkari landsins" sagði Veturliði Hafsteinsson starfsmannastjóri við fréttamann Sósi.is nú í morgun. "Ég lét bara kylfu ráða kasti og ákvað að kýla á þetta þegar mér bauðst þessi vinna. Nú er bara að standa sig og berja niður alla fortíðardrauga sem ég hef verið með í eftirdragi í mjög langan tíma og fara að raka inn péningum á heiðvirðan hátt" sagði Annþór í spánnýrri rúllukragapeysu og ilmandi af kölnarvatni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósa þá mun Annþór verða með 300 þús kall á mánuði í laun fyrsta mánuðinn og 10 þús. kall aukreitis fyrir hverja jákvæða símrukkun. Kallinn ætti því ekki að vera á flæðiskeri staddur og ætti samkvæmt útreikningum Íbúðalánasjóðs að geta keypt sér íbúð með eldhúsinnréttingu og allt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli