Annþór fannst illa til reika í kústaskáp í Mosó
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósa þá hefur strokufanginn Annþór verið hnepptur á ný í varðhald, en hann fannst í felum inni í kústaskáp í híbýli í Mosfellsbæ. "Við fundum hann vafinn inn í svartan ruslapoka inni í kústaskáp skjálfandi á beinunum grey kallinn. Við þurftum að eins að dextra hann, til þess að ná honum út, strjúka honum um bakið og sona. Gáfum honum síðan flóaða mysu og kanilsnúð og þá hresstist hann til muna. Hann veitti öngvan mótþróa og var bara mjög stilltur þegar við suðum á hann kúluna að nýju" sagði Karl í Krapinu, varðstjóri á vakt í stuttu spjalli við Sósa í gegnum síma frá Dalvík.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli