föstudagur, febrúar 15, 2008

HANDRUKKARI ÍSLANDS ER STROKINN

Skallapopparinn, handrukkarinn, ódámurinn og siðleysinginn Annþór Magnússon strauk í morgun úr fangelsinu við Hverfisgötu í morgun. Lögreglan segir að flóttin hafi verið þaulskipulagður og við fyrstu sýn virðist sem svo að Annþór hafi útbúið sér kaðal úr tannþráði og sagað rimla úr glugga með naglaþjöl sem hann fékk senda með rúnstykki í morgun. Löggan bindur þó vonir um að hann komist ekki langt enda ennþá með kúluna fasta við vinstri fót sinn. Löggan vill beina þeim eindregnu tilmælum til þeirra sem á vegi hans kunna að verða, að halda sig frá honum og alls ekki gefa sig á tal við hann. "Annþór er mjög hættulegur umhverfi sínu og þyrfti í rauninni að fara í umhverfismat með öllu tilheyrandi" sagði Löggimann við Sósa á strokustað í morgun.

Engin ummæli: